8 Vikur Eftir Fæðingu -

fyrir nýbakaðar mæður


✨ Í prógramminu er lögð áhersla á að byggja upp styrk í kvið og grindarbotni eftir fæðingu, vinna með samhæfingu og jafnvægi sem að raskast á meðgöngu, bætta líkamsstöðu og æfingar sem að létta á þreyttum og stífum efri líkama. Þú lærir einnig að undirbúa líkamann (áhersla á grindarbotninn) fyrir aukið álag, eins og hlaup og hopp.


⭐️ Prógrammið inniheldur átta vikur af æfingum, hver vika inniheldur þrjá æfingadaga sem að eru mjög viðráðanlegir fyrir þessar fyrstu vikur. Ekki mikil fyrirhöfn og allt sem að þú ættir að geta gert á stofugólfinu heima. Myndbönd eru af öllum æfingum með útskýringum.


Einnig er að finna tékklista yfir áframhaldandi æfingar eins og hlaup, burpess, uppsetur og upphýfingar ofl. ásamt 3 daga framhalds - æfingaplani sem að hægt er að nýta heima eða í rækt.


💡 Ítarlega fræðslu er að finna fyrir bataferlið eins og ráð fyrir fyrstu vikurnar eftir keisara, að nudda örið, rifur í fæðingu og fleira. (Þessir þættir hafa verið yfirfarnir af ljósmóður).


🫐 Næringarfræðsla sem að inniheldur 7 kafla af upplýsingum sem að hægt er að treysta, unnið af löggiltum næringarfræðing. Ráðleggingar varðandi næringu eftir fæðingu + meðfram bjróstagjöf, vítamín, fæðubót + önnur efni, svör við algengum spurningum ásamt 22 einföldum uppskriftum! 🥙


ONLINE MÖMMUÞJÁLFUN-GRUNNUR

BERGLIND



SONJA BJÖRK



JÓNA MARGRÉT




🤸‍♀️ Áhöld: ekki nauðsynleg - en ég mæli sterklega með því að eiga 1x pilates bolta, 1x langt band og 1x handlóð til þess að fá sem mest út úr prógraminu.


Prógramið hentar fyrir allar konur sem að eru að taka sín fyrstu skref í hreyfingu eftir fæðingu - og eru að byrja frá grunni.

Prógramið hentar bæði eftir legganga fæðingu og keisara fæðingu.

Mælt með af ljósmæðrum 💗

yfir 220 konur hafa nýtt sér prógramið í bataferlinu

____________________________

SVONA LÝTUR PRÓGRAMIÐ ÚT


  Velkomin
Available in days
days after you enroll
  Legganga fæðing
Available in days
days after you enroll
  Keisarafæðing
Available in days
days after you enroll
  Fræðsla
Available in days
days after you enroll
  Næringarfræðsla
Available in days
days after you enroll
  MOBILITY & TEYGJUR
Available in days
days after you enroll
  Vika 1 - 3: GRUNNUR
Available in days
days after you enroll
  Vika 4 - 6: STIGNUN
Available in days
days after you enroll
  Vika 7 - 8: STYRKUR
Available in days
days after you enroll
  AUKA
Available in days
days after you enroll

KLIKKAÐU Á MYNDBANDIÐ TIL AÐ SJÁ SÝNISHORN


LILJA RÚN




DAGBJÖRT INGVARSDÓTTIR





MARÍA SKAGFJÖRÐ


UM MIG



Hæ! 🌸  Ég heiti Tinna Rún Svansdóttir - þjálfari, tveggja barna móðir og höfundur þessa prógrams.


Prógramið byggir á þeirri menntun sem ég hef sótt mér í þjálfun kvenna eftir barnsburð og minni eigin reynslu eftir keisara og leggangafæðingu.


Markmið mitt er að hjálpa konum að finna öryggi til þess að meta eigið líkamsástand eftir fæðingu og treysta á líkamann sinn - og gera þetta tímabil aðeins minna yfirþyrmandi, en það er í nægu að snúast með lítið barn - við skulum ekki láta hreyfinguna verða kvíðavaldandi ofan á það.


Menntun og réttindi:

  • ÍAK Einkaþjálfari (2014)
  • NASM Fitness Instructor Level 2 (2016)
  • NASM Pregnancy & Postnatal Exercise Specialist Level 3 (2019)
  • Pregnancy and Postpartum Athleticism Coach – Brianna Battles (2023)
  • Core Connection Workshop – Jessie Mundell (2024)